Gerðu þín eigin stafræn kort og miða
Segðu bless við pappa og plastkort og fáðu þín kort í Apple Wallet og SmartWallet með alþjóðlegri lausn frá Apple.
Play Button

Veldu þinn passa

Við bjóðum upp á átta gerðir af pössum: Skilríkjapassi, Klippipassi, Meðlimapassi, Miðapassi, Afsláttarpassi, Gjafapassi, Skiptapassi og Geymslupassi

Skilríkja passi

Skilríki eru notuð til að auðkenna notanda. Algengt er að hafa mynd á skilríkjum.

Eins og hvað?

Ökuskírteini og meðlimakort.

pass

Klippipassi

Klippikort er frábær leið til að veita viðskiptavinunum þínum afsláttarkjör. Klippikort geta verið ókeypis eða fyrirframgreidd.

Eins og hvað?

Fyrirframgreidd 10 skipta kaffikort eða til að veita viðskiptavinum ákveðin kjör eftir 10 skipti.

pass

Meðlimapassi

Meðllimakort er frábær leið til að veita félagsmönnum skírteini án myndar af notandanum. Hægt er að hafa strimlamynd á kortunum og nota þau til auðkenningar.

Eins og hvað?

Meðlimakort í félagasamtökum.

pass

Miðapassi

Miðapassi er frábær leið til að veita viðskiptavinum þínum aðgang að þjónustu. Miðapassar gilda einungis í eitt skipti.

Eins og hvað?

Biómiði, leikhúsmiði, tónleikar eða einn frír drykkur.

pass

Afsláttarpassi

Afsláttarpassar er kjörin leið til að bjóða viðskiptavinum þínum afslátt. Afsláttarpassar geta aðeins verið notaðir í eitt skipti.

Eins og hvað?

25% afsláttur af öllum stuttermabolum eða 2 fyrir 1 af máltíð.

pass

Gjafapassi

Gjafapassar eru tilvaldir til að gefa gjafir frá fyrirtækjum eða þjónustuaðilum.

Eins og hvað?

10.000 kr. gjafakort.

pass

Skiptapassi

Skiptapassar er frábær leið til þess að veita viðskiptavinunum þínum aðgengi eða þjónustu í ákveðin mörg skipti.

Eins og hvað?

10 miðar í sund eða 50 miðar í strætó.

pass

Geymslupassi

Geymslupassar eru frábær leið til að veita viðskiptavinum þínum öruggan stað til að geyma verðmæti þeirra, eins og föt eða töskur. Hægt er að hafa geymslupassa með strimlamynd.

Eins og hvað?

Passi í fatahengi.

pass
Photo of Vésteinn Viðarsson
Vésteinn Viðarsson
Stafrænt Ísland
,,Við hjá Stafrænt Ísland gerðum samning við Smart Solutions um að gera með okkur stafrænt Ökuskírteini og gekk það ótrúlega vel og hratt fyrir sig. Við hvetjum alla til að taka þátt í að gera Ísland stafrænt.”
Photo of Marta Rut Pálsdóttir
Marta Rut Pálsdóttir
Kaffihús Kaffitárs
,,Við veltum lengi fyrir okkur hvernig við gætum fundið rafræna lausn á klippikortunum okkar, svo við gætum gert þetta sem best og auðveldast fyrir viðskiptavinin. Með lausn Smart Solutions getum við umbunað viðskiptavinum okkar á einfaldan, ódýran og umhverfisvænan hátt með kortum í veskisappi. Smart Solutions eru frábær samstarfsaðili með lausnir sem henta.”
Photo of Hulda Hjálmarsdóttir
Hulda Hjálmarsdóttir
Framkvæmdastjóri Krafts
„Nýverið tók Kraftur upp rafræn félagskort og lyfjakort í samstarfi við Smart Solutions. Við erum alveg einstaklega ánægð með samstarfið. Kerfið þeirra er auðvelt og þægilegt og þjónustan framúrskarandi. Áður þurftum við alltaf að gefa út útprentuð lyfjakort en lausnin frá SmartSolutions hefur nú tekið við. Mæli eindregið með SmartSolutions.“
Testimonial Logo
Testimonial Logo
Testimonial Logo
Testimonial Logo
Testimonial Logo

Dreifingarleiðir

Dreifðu pössunum þínum um núverandi rásir.
Icon
Mínar síður

Dreifðu pössunum til viðskiptavinanna þinna í gegnum "Mínar síður".

Icon
Tölvupóstur

Sendu persónulegan tölvupóst til viðskiptavina þinna með aðgangshlekk sem gerir þeim kleift að setja passann beint í snjallsímann.

Icon
SMS

Til að koma pössunum hratt og vel til viðskiptavinana er hægt að nota smáskilaboð. Unnið er að þróun þessarar virkni.

Icon
QR-kóða

Hægt er að birta QR-kóða á vafra eða í prentuðu formi svo að viðskiptavinirnir þínir geti hlaðið passanum beint í snallsímann hvar sem er.

Icon
Vafraslóð

Dreifðu pössunum með slóð og viðskiptavinirnir þínir geta nælt sér í passann beint í snjallsímann með því að smella á slóðina.

Icon
Samfélagsmiðlar

Aflaðu og uppgötvaðu nýja viðskiptavini með markvissri dreifingu með auglýsingum á samfélagsmiðlum.

Tól og snjallforrit

SmartPages

Hér getur þú búið til sniðmát fyrir passa, haldið utan um aðganga og áskriftir notenda, séð tölfræði, dreift þínum pössum ásamt því að sjá alla þína passa

Byggja Passa

Byggja Passa

Passalisti

Passalisti

Tölfræði

Tölfræði

Passadreifing

Passadreifing

SmartPages website